John Duran leikmaður Aston Villa lenti í nokkuð þungu umferðarslysi í gær rétt áður en hann átti að mæta til leiks þegar liðið mætti Lille í Sambandsdeildinni.
Duran var að keyra á völlinn þegar hann lenti í árekstri og rándýri jeppinn hans var illa farin.
Duran slapp við meiðsli og komst á Villa Park þar sem hann var á meðal varamanna í leiknum.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille í leiknum en Aston Villa vann 2-1 sigur í fyrri leik þessara liða.
Duran kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum en líklega hefur hann þurft að fá far heim af leiknum.