Það getur margt furðulegt átt sér stað á knattspyrnuvöllum þar sem mikið af fólki er komið saman og stundum er fólk í misjöfnu ástandi.
Eitt furðulegasta atvikið í lengri tíma átti sér stað í Sádí Arabíu í vikunni þar sem Al-Hillal og Al-Ittihad mættust.
Einn brjálaður stuðningsmaður Hilal ákvað að rífa af sér beltið og byrja að lemja Abderrazak Hamdallah með því.
Hamdallah er sóknarmaður Ittihad en honum var verulega brugðið þegar svipuhöggin fóru að lenda á honum.
Atvikið má sjá hér að neðan.
A fan of Al Hilal began assaulting Al-Ittihad forward Abderrazak Hamdallah by striking him with a belt. Shocking. 😳pic.twitter.com/CcOR1UPZ6n
— CentreGoals. (@centregoals) April 11, 2024