fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
433Sport

Nadía ræðir viðskilnaðinn við Víking og framhaldið – „Það var eiginlega ekki aftur snúið“

433
Föstudaginn 12. apríl 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út í kvöld. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Nadía rifti samningi sínum við Víking og fór skömmu síðar yfir í Val. Henni líst vel á tímann framundan með Hlíðarendafélaginu.

„Fyrstu dagarnir hafa verið mjög góðir. Þetta lítur mjög vel út og ég er hrikalega spennt,“ segir Nadía í þættinum.

„Þú ert að mæta á æfingu og það eru 15-16 stelpur sem eru ekkert eðlilega góðar í fótbolta. Það eru gæði á æfingum, gott spil og tempó. Ef þú ert ekki að standa þig færðu bara að heyra það.“

En finnur hún mun á því að æfa með Val og Víkingi?

„Mér finnst vera meiri professionalismi. En það var líka gaman á æfingum hjá Víkingi, ég segi ekki annað.“

Nadía segir það ekki hafa verið sérlega erfitt að velja að ganga til liðs við Val.

„Þegar þetta tækifæri bauðst fór ég aðeins að hugsa hvort maður ætti ekki að taka fótboltann á næsta stig. Ég trúi því að ég sé það góð. Mig langaði að testa sjálfa mig og taka næsta skref svo ég fer af fullum krafti í þetta.“

Nadía horfir þó með hlýju á tímann hjá Víkingi, þar sem hún varð bikarmeistari og vann Lengjudeildina í fyrra.

„Ég er mjög stolt af því að hafa spilað fyrir Víking og finnst það algjör heiður. Ég hef alltaf litið á Víking sem minn uppeldisklúbb svo að vinna bikarinn og fara upp í fyrra var frábært. Ég hef ekkert vont að segja up Víking. Þetta var æðislegur tími.“

Nadía var svo spurð að því hvort langur aðdragandi hafi verið að riftuninni.

„Það var eiginlega ekki aftur snúið, fannst mér. Svo ég þurfti bara að taka þessa ákvörðun.“

Hér að neðan má sjá umræðuna úr þættinum en hann birtist svo í heild klukkan 18:30 í kvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skaut hressilega á sökudólg gærdagsins – ,,Hefði getað endað hörmulega“

Skaut hressilega á sökudólg gærdagsins – ,,Hefði getað endað hörmulega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kevin Campbell er látinn

Kevin Campbell er látinn
433Sport
Í gær

Jöfnun á besta árangri Íslands á lista FIFA

Jöfnun á besta árangri Íslands á lista FIFA
433Sport
Í gær

Arnar hefur enga trú á að England verði Evrópumeistari

Arnar hefur enga trú á að England verði Evrópumeistari
Hide picture