Chelsea þarf að losa um peninga í sumar til þess að komast í gegnum reglur um fjármögnun en Todd Boehly hefur eytt um efni fram undanfarin ár.
Chelsea þarf helst að skoða það að selja uppalda leikmann en sala á þeim kemur inn sem hreinn hagnaður.
Conor Gallagher er líklegur til þess að fara en ensk blöð segja fleiri uppalda leikmenn vera til sölu í sumar.
Þá vill Chelsea reyna að selja Romelu Lukaku og Hakim Ziyech líka en báðir eru á láni á þessu tímabili en Chelsea vill selja þá í sumar.
Thiago Silva verður samningslaus í sumar og eru ekki miklar líkur á því að hann fái nýjan samning.
Ellefu sem gætu farið:
Conor Gallagher
Trevoh Chalobah
Ian Maatsen
Armando Broja
Lewis Hall
Marc Cucurella
Malang Sarr
Thiago Silva
Romelu Lukaku
Hakim Ziyech
Kepa Arrizabalaga