Sheffield United mun byrja næstu leiktíð í ensku B-deildinni, falli liðið þangað, með mínus 2 stig.
Þetta er vegna brota á fjárhagsreglum á síðustu leiktíð, þegar liðið var í B-deildinni. Félagið stóð ekki skil á greiðslum til annarra félaga.
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og að öllum líkindum á leið niður aftur. Þar mun liðið byrja með 2 stigum minna en önnur.
Haldi Sheffield United sér uppi mun refsingin taka gildi næst þegar liðið spilar í B-deildinni.
Mikið hefur verið um stigafrádrætti liða í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og stig verið dregin af bæði Everton og Nottingham Forest.
Club Statement 📝
— Sheffield United (@SheffieldUnited) April 11, 2024