Stuðningsmenn Paris Saint-Germain eru allt annað en sáttir Neymar, fyrrum leikmanns liðsins, eftir færslu hans á samfélagsmiðlum í gær.
PSG tók á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Neymar spilaði auðvitað fyrir Börsunga líka. Barcelona vann 2-3 sigur og skoraði samlandi Neymar, Brasilíumaðurinn Raphinha, tvö marka liðsins.
Hann fagnaði með fagni sem Neymar er þekktur fyrir að taka, þar sem hann setur hendurnar upp í loft og tunguna út. Barcelona birti mynd af þessu á Instagram-reikning sinn.
Þar svaraði Neymar og virtist ánægður með Raphinha, eins og má sjá hér neðar.
Stuðningsmenn PSG voru allt annað en sáttir við þetta og baunuðu á Neymar í athugasemdakerfinu.
❗Neymar comments on Barcelona's post about Raphinha hitting his celebration against PSG, Neymar's former club. pic.twitter.com/81x3xHSlma
— Barça Universal (@BarcaUniversal) April 11, 2024