Leeds hefur hætt við að áfrýja dómi vegna málefnis Jean-Kevin Augustin sem var á láni hjá félaginu.
Augustin kom til Leeds á láni frá Leipzig en þá lék Leeds í næst efstu deild.
Klásúla var í samningi þeirra um að ef Leeds færi upp þá þyrfti Leeds að borga 18 milljónir punda fyrir Augustin.
Leeds fór upp en enska félagið segir að samningur Augustin hafi runnið út 30 júní en Leeds fór upp 17 júlí.
Mótinu var seinkað vegna COVID-19 faraldurs en FIFA dæmdi Leeds til að borga Leipzig fyrir Augustin en Leeds áfrýjaði til CAS sem er alþjóðlegur dómstóll.
Leeds hefur hins vegar hætt við áfrýjun sína og játar því að félagið þurfti að borga 24,5 milljónir punda til Leeds en það er með vöxtum og fleira.
Augustin verður þar með einn af dýrari leikmönnum í sögu Leeds þrátt fyrir að félagið hafi aldrei átt hann í raun og veru.