Leikmenn Manchester United telja það öruggt að Erik ten Hag verði rekinn. Þetta segja ensk götublöð í dag.
Þar segir að breytt hegðun Ten Hag síðustu vikur bendi til þess að sá hollenski telji að hann verði rekinn eftir tímabilið.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir félaginu í dag hefur ekki viljað styðja opinberlega við Ten Hag.
United situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum.
Leikmenn eru á því að skapið hjá Ten Hag hafi breyst síðustu vikur og telja ensk blöð að Graham Potter sé efstur á blaði í sumar.