Al Nassr er úr leik í Ofurbikarnum í Sádi Arabíu eftir leik við Al Hilal sem fór fram í gærkvöldi.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Al Hilal en Sadio Mane skoraði eina mark Al Nassr í blálokin í viðureigninni.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Al Naassr, fékk að líta beint rautt spjald á 86. mínútu fyrir olnbogaskot.
Staðan var þá 2-0 fyrir Al Hilal sem var töluvert sterkari aðilinn og átti sigurinn í raun skilið.
Ronaldo var eitthvað pirraður í þessum leik og fékk einnig gult spjald undir lok fyrri hálfleiks fyrir óíþróttamannslega framkomu.