Breska blaðið Express heldur því fram að Real Madrid sé ansi óvænt að undirbúa tilboð í Kobbie Mainoo, leikmann Manchester United, fyrir sumarið.
Hinn 18 ára gamli Mainoo hefur komið frábærlega inn í lið United á þessari leiktíð og er hann orðinn lykilmaður. Félagið sér hann eiga risastórt hlutverk næstu árin.
Það yrði því ansi óvænt ef Real Madrid myndi reyna að fá hann í sumar en Express heldur því fram að spænska félagið sé að undirbúa tilboð.
Ástæða þess er að menn á borð við Luka Modric og Toni Kroos eru að verða samningslausir og er félagið sagt leita að manni fyrir framtíðina.