Graham Potter hefur hafnað því að taka við sem stjóri hollenska stórliðsins Ajax. Sky Sports segir frá.
Þessi fyrrum stjóri Chelsea og Brighton fór í viðræður við Ajax, sem vildi ráða hann en að lokum sagði hann nei takk. Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea fyrir ári síðan.
Potter er einn af þeim sem er orðaður við stjórastarfið hjá Manchester United. Nú þykir hann líklegastur til að taka við samkvæmt veðbönkum ytra. Er hann þar á undan Gareth Southgate, Roberto De Zerbi, Ruben Amorim og Thomas Frank.
Erik ten Hag er sem stendur stjóri United en framtíð hans er í óvissu fyrir sumarið. United hefur ekki staðið undir væntingum á þessari leiktíð.