Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi á morgun í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2025. Liðið æfði á keppnisvellinum í dag.
Leikurinn fer fram á Tivoli í Aachen og hefst hann kl. 16:10 að íslenskum tíma. Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á meðan Þýskaland vann 3-2 sigur gegn Austurríki, eftir að hafa lent 0-2 undir.
Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir leik morgundagsins.
Það er ekki langt síðan Ísland og Þýskaland mættust síðast, en liðin voru saman í riðli í Þjóðadeild UEFA sem leikin var síðastliðið haust. Þýskaland vann fyrri leikinn ytra 4-0 og þann seinni á Laugardalsvelli 2-0.
Leikurinn á morgun verður sá nítjandi sem þjóðirnar leika. Ísland hefur unnið einn og Þýskaland 17.
📸 Ísland æfði á leikvellinum, Tivoli, í dag þar sem liðið mætir Þýskalandi á morgun kl. 16:10 að íslenskum tíma.
📺 Bein útsending á RÚV!
👇 MD-1 training done for our match against Germany tomorrow.#fimmíröð pic.twitter.com/tgy71RFTQE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 8, 2024