Paris Saint-Germain í Frakklandi neitar að ræða við hinn unga Ethan Mbappe þessa stundina en um er að ræða 17 ára gamlan strák.
Blaðamaðurinn Fabrice Hawkins greinir frá en franska félagið hefur ekki áhuga á að ræða samningamál Ethan á meðan framtíð bróður hans, Kylian, er í óvissu.
Talið er að Kylian sem er einn besti fótboltamaður heims sé búinn að semja við Real Madrid en hann verður samningslaus í sumar.
Framtíð Ethan er því í mikilli óvissu en hann bjóst sjálfur við því að fá nýtt samningstilboð frá félaginu.
Táningurinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið PSG fyrr á þessu tímabili en gæti mögulega elt eldri bróður sinn til Spánar í sumar.
PSG er ekki ánægt með framkomu Mbappe sem harðneitar að ræða nýjan samning en hann vill spila fyrir Real áður en ferlinum lýkur.