fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Máni sendir skýr skilaboð fyrir stóru stundina í kvöld: Hefur gert þetta fjögur þúsund sinnum – ,,Gylfi er ekki að farast úr neinu stressi“

433
Sunnudaginn 7. apríl 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin á fimmtudag en hann ræddi þar við Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óla Sigurðsson.

Í þættinum var rætt um Valsliðið sem hefur sína keppni á sunnudag er liðið mætir ÍA í fyrstu umferð.

Kristján var ekki hrifinn af frammistöðu Vals í leik á dögunum við Víking sem tapaðist í vítakeppni þar sem Valsmenn voru manni fleiri í rúman hálftíma.

Það er spurning hvort Valur tefli fram öðru byrjunarliði í fyrsta deildarleiknum en Kristján er ekki sannfærður eftir leikinn við Víkinga.

,,Hver eru skilaboðin til Kidda og annarra leikmanna eftir þessa frammistöðu, þessa ömurlegu frammistöðu í Víkinni? Þeir voru einum fleiri einn þriðja af leiknum og sköpuðu sér ekki eitt hálffæri,“ sagði Kristján.

,,Þetta er Valur sko, knattspyrnufélagið Valur sem státar sig af því að vera að keppa um titla í öllum boltaíþróttum.“

,,Ég held að Valsararnir, við munum sjá tilbúna Valsara í þessum leik, það má ekkert vanmeta það að þetta er fyrsti leikur og menn eru túnaðir í þetta.“

Máni róaði umræðuna töluvert og segir að Valur sé með reynslumikla leikmenn sem vita nákvæmlega hverju þeir þurfa að skila á vellinum.

,,Hjartað í Gylfa Sig er ekkert að slá eitthvað og ‘Þetta er bara fyrsti leikur sem ég er að spila í efstu deild í fótbolta’ hann er ekki að farast úr neinu stressi, Kiddi hefur gert þetta hundrað sinnum, Aron Jó hefur gert þetta hundrað sinnum og Birkir Már hefur gert þetta fjögur þúsund sinnum. Ég held að það muni hjálpa þeim töluvert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“