Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea og Everton, gæti verið að taka við sínu fyrsta landsliði aðeins 45 ára gamall.
Frá þessu er greint í dag en Lampard er sterklega orðaður við landlsiðsþjálfarastarfið í Kanada.
Kanada mun spila á HM 2026 í Bandaríkjunum en Telegraph segir að Lampard sé mögulega að skoða það að taka við landsliði frekar en félagsliði.
Lampard er í dag atvinnulaus en hann þjálfaði Chelsea stutt á síðustu leiktíð og var aðeins ráðinn út það tímabil.
Lampard býr yfir mikilli reynslu úr fótbolta en hann lék yfir 100 landsleiki fyrir England og þekkir það svo sannarlega vel að spila á stórmóti.