fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Arnar Grétars sáttur en varar fólk við – ,,Hann er ekki búinn að gleyma neinu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 21:31

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir leik við ÍA á Hlíðarenda í kvöld.

Um var að ræða leik í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en Valur hafði betur 2-0 nokkuð sannfærandi.

Arnar hafði í raun litlar áhyggjur af leiknum í kvöld en hefði viljað skora enn fleiri mörk en hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir lokaflautið.

,,Mér fannst þetta heilt yfir flott frammistaða, við tókum leikinn í okkar hendur alveg frá byrjun. Við mættum grimmir og erum með boltann nánast allan tímann. Það eina sem við getum sagt er að nýtingin var ekki nógu góð,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport.

,,Ég hefði viljað sjá þriðja markið og stúta leiknum og getað bætt við fleirum en heilt yfir var þetta flott frammistaða.“

,,Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að spila fótbolta í þessum kulda og þessum vind, völlurinn verður þurr og það verður allt miklu erfiðara.“

Arnar ræddi svo Gylfa Þór Sigurðsson sem samdi við félagið fyrr á árinu og skoraði annað markið í kvöld.

,,Með heimkomu ákveðins leikmanns kemur ákveðin pressa og ég held að hann hafi sýnt í dag hvað hann getur, hann er ekki búinn að gleyma neinu.“

,,Hann er kátur og brosandi sem er mikið ánægjuefni en við skulum vera rólegir, þetta er einn leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“