Það er svo sannarlega ekkert grín að vera leikmaður Colne á Englandi í dag en um er að ræða lið í níundu efstu deild.
Liðið er alls ekki þekkt hérlendis og varla á Englandi en á gríðarlega erfitt leikjaprógram framundan í apríl.
Nokkrum leikjum liðsins í vetur hefur verið frestað og þarf Colne því að spila níu leiki á aðeins 15 dögum í þessum mánuði.
Það er BBC sem vekur athygli á málinu en tvívegis þarf Colne að spila tvo leiki á tveimur dögum sem er afskaplega óeðlilegt.
Þetta umtalaða leikplan má sjá hér.