Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
1. sæti: Víkingur Reykjavík
Lykilmaður: Pablo Punyed
Niðurstaða í fyrra: 1. sæti
,,Ég held að Víkingur verði góðir, þeir eru með sama þjálfara og strúkturinn verður góður en ég held að þetta verði miklu jafnara,“ sagði Hrafnkell.
Kristján bætir við:
,,Ég sé þetta þannig að þetta er vél sem mallar, það er ýtt á start og hún byrjar að malla en Aron Elís verður eitthvað frá fyrstu leikina. Þeir byrjuðu frábærlega í fyrra og voru nánast búnir með mótið og þá mætir hann í toppstandi úr dönsku Superligunni.“
,,Svo eigum við eftir að sjá það, það var gerð könnun á meðal leikmanna, grófasta lið deildarinnar er Víkingur, hvað munu dómararnir gera?“
,,Við sáum þetta í meistarar meistaranna, þetta skiptir menn máli, þeir voru gjörsamlega stjörnuvitlausir, tvö rauð spjöld, einn leikmaður og einn þjálfari. Það er alltaf allt á suðupunkti á varamannabekk Víkinga.“