Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.
4. sæti: Stjarnan
Lykilmaður: Emil Atlason
Niðurstaða í fyrra: 3. sæti
,,Það væri sjokker ef þeir enda fyrir neðan sex, þeir eru að sækja tvo leikmenn sem voru keyptir í sænsku úrvalsdeildina, þeir voru ekki keyptir í eitthvað Superettu C eða D eða hvað þetta heitir í Svíþjóð,“ sagði Kristján.
,,Stjarnan hlýtur að vilja berjast um titilinn þó það sé mögulega ekki raunhæft í ár en það er ekkert lið búið að missa meira úr liðinu sínu en þeir og það í einum leikmanni, Eggerti.“
,,Hann sagðist ekki vilja neinn í sitt lið, Jökull, eitthvað leiðinlegasta svar sem ég hef heyrt, heldurðu að hann myndi ekki vilja Gylfa Sig í sitt lið eða Pablo eða Höskuld?“
Rætt er nánar um Stjörnuna í spilaranum hér fyrir neðan.