Það er búið að loka æfingasvæði Manchester United degi eftir að liðið spilaði við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Frá þessu er greint í dag en lík fannst nálægt æfingasvæði félagsins og er verið að rannsaka málið.
Lík fannst aðeins nokkrum metrum frá æfingasvæðinu og er málið komið í hendur lögreglu.
Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir leikmenn United sem spila við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
United tapaði gegn Chelsea í ensku deildinni í gær en þeim leik lauk með 4-3 sigri þess síðarnefnda.