21 árs gamall maður að nafni Daniel Thomas Monk hefur verið dæmdur í þriggja ára bann frá fótbolta.
Frá þessu er greint í dag en Monk sem styður lið Wrexham, áreitti stuðningsmenn Tranmere í leik liðanna nýlega.
Atvikið átti sér stað þann 21. mars en Monk kallaði stuðningsmenn Tranmere ‘skítuga enska bastarða.’
Monk var handtekinn eftir að myndband náðist af atvikinu og sætti sig sjálfur við niðurstöðu málsins.
Hann má ekki mæta á knattspyrnuleik næstu þrjú árin og var einnig sektaður um 768 pund.