Sænski framherjinn Alexander Isak hefur tjáð sig um framtíð sína hjá Newcastle í kjölfar orðróma undanfarinna daga.
Isak er að eiga frábært tímabil á Norður-Englandi, en hann er með 19 mörk í 32 leikjum í öllum keppnum.
Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við önnur félög, má þar nefna Arsenal og Tottenham, sem bæði eru sögð í framherjaleit fyrir sumarið.
„Auðvitað vil ég vera áfram hjá Newcastle. Ég kom hingað til að taka þátt í verkefninu hér og ég elska að spila hérna. Mér líður eins og heima hjá mér og ég vil klára þetta tímabil á sem bestan hátt,“ segir Isak sem virðist ekki á förum frá Newcastle í bráð.