Sir Jim Ratcliffe og hans fólk er heldur betur að taka til hendinni hjá Manchester United og ætla að skera niður þar sem hægt er.
Ratcliffe ætlar sér að styrkja knattspyrnusvið félagsins og er í því að ráða inn fólk.
Á sama tíma er hann að skoða skrifstofur félagsins og hvar sé hægt að spara krónur og aura.
Þannig hefur verið lokað á kreditkort sem lykilstarfsmenn félagsins höfðu haft til að nota.
Verður þetta ekki í boði lengur en búist er við að í sumar verði starfsmönnum á skrifstofu félagsins fækkað verulega.
Ratcliffe á 28 prósenta hlut í United en virðist hafa leyfi til þess að taka reksturinn hressilega í gegn.