Spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir Bestu deild karla hefur verið opinberuð.
Þar er Val spáð titlinum og að Víkingur muni því ekki verja hann, en liðið vann með yfirburðum í fyrra. Ljóst er að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar í Val hefur þarna mikil áhrif.
Víkingi og Breiðabliki er spáð öðru og þriðja sæti sem vitað er að gefa Evrópusæti.
HK er spáð botnsætinu og nýliðum Vestra spáð niður með þeim.
Spá formanna, þjálfara og fyrirliða
1. Valur
2. Víkingur
3. Breiðablik
4. Stjarnan
5. KR
6. FH
7. KA
8. Fram
9. ÍA
10. Fylkir
11. Vestri
12. HK