Manchester United hefur sent formlega beiðni til Southampton og vill félagið fá Jason Wilcox sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
United vill fá Wilcox til að starfa í teyminu sem Sir Jim Ratcliffe og hans lið er að búa til hjá United.
Tilboð United í Wilcox samsvarar árslaunum hans hjá Southampton samkvæmt Sky Sports.
United hefur ráðið Omar Berada inn frá Manchester City sem nýjan framkvæmdarstjóra og þá mun Dan Asworth taka yfir sem yfirmaður knattspyrnumála.
Wilcox yrði svo í teymi þeirra og kæmi að málum þegar kemur að því að kaupa og selja leikmenn.
🚨 BREAKING! #mufc have approached Southampton about hiring their director of football Jason Wilcox.
United want to make him their technical director as part of the new recruitment team – and an offer equivalent to a year of his salary has been made. [@SkySportsNews] pic.twitter.com/hgZkWw6BcW
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) April 1, 2024