Andri Lucas Guðjohnsen skoraði laglegt mark í 6-2 tapi Lyngby gegn Randers í neðri hluta dönsku deildarinnar í gær.
Randers komst í 3-0 í leiknum en Andri lagaði stöðuna seint í fyrri hálfleik.
Kolbeinn Birgir Finnsson lagði upp markið á Andra sem mætti á fjærstöngina og stangaði boltann í netið.
Lyngby er fjórum stigum frá fallsæti en gengi liðsins eftir að Freyr Alexandersson hætti hefur ekki verið burðugt.
Markið hans Andra má sjá hér að neðan.
ANDRI GUÐJOHNSEN 🇮🇸(2002) GETS ONE BACK WITH A GREAT HEADER!!!
📽️ @FootColicpic.twitter.com/KCnvqvwDri— Football Report (@FootballReprt) March 31, 2024