Víkingur og Valur eigast við í leiknum um meistara meistaranna en þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 eftir 70 mínútna leik.
Víkingar eru manni færri eftir að Halldór Smári Sigurðsson fékk verðskuldað rautt spjald.
Halldór fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Lúkasi Loga Heimissyni en brotið verðskuldaði líklega beint rautt spjald.
Mönnum var heitt í hamsi eftir spjaldið og var markmannsþjálfari Víkings einnig sendur í sturtu.
Þá var Oliver Ekroth spjaldaður fyrir að vaða í mann og annan eftir brot Halldórs sem má sjá hér að neðan.
Víkingar eru orðnir einum færri. Halldór Smári fær sitt annað gula spjald fyrir brot á Lúkasi Loga. Víkingar eru æfir. Var þetta rautt? pic.twitter.com/bZCF4BN3p6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 1, 2024