Mat Armstrong, bifvélavirki í Bretlandi hefur fest kaup á Rolls Royce bifreið sem Marcus Rashford framherji Manchester United átti.
Rashford stútaði bílnum í árekstri síðasta haust en hann hafði þá keyrt bílinn rétt um 1500 kílómetra.
Rashford borgðai 700 þúsund pund fyrir bílinn sem var allur sérhannaður að hans óskum, ekkert var sparað í neinu.
Bíllinn sem kostaði Rashford 123 milljónir var seldur til Armstrong á 32 milljónir.
Bíllinn er hins vegar mjög illa farinn og þarf Armstrong að setja fleiri milljónir í hann til að græja hann upp á nýtt.
Til að reyna að safna upp í kostnaðinn er Armstrong nú að selja ónýta hluti af bílnum á Ebay.