Joshua Kimmich er áfram orðaður við Manchester United. Spænska blaðið Sport segir að félagið gæti gert atlögu að því að fá hann í sumar.
Þýski miðjumaðurinn, sem er með þeim betri í heimi, er sagður vilja ólmur komast burt frá Bayern Munchen í sumar. Samningur hans þar rennur út eftir næstu leiktíð.
Vegna samningsstöðu hans yrði Kimmich fáanlegur fyrir um 60 milljónir evra samkvæmt fréttum.
Sport segir frá því að United sjái Kimmich sem arftaka Casemiro á miðjunni hjá sér.
Það má þó búast við alvöru samkeppni um Kimmich í sumar. Barcelona, Paris Saint-Germain og Manchester City hafa til að mynda öll áhuga.