Liverpool hefur fengið góðar fréttir fyrir komandi átök af varnarmanninum öfluga Andy Robertson.
Robertson meiddist nýlega í landsleik Skotlands en hann haltraði af velli í 1-0 tapi gegn Norður Írlandi í vikunni.
Margir óttuðust að Robertson myndi missa af þónokkrum leikjum Liverpool en útlit er fyrir að meiðslin séu ekki alvarleg – um er að ræða meiðsli á ökkla.
Daily Mail segir að meiðslin séu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en Skotinn verður þó ekki með um helgina gegn Brighton.
Bakvörðurinn hefur verið mikið meiddur í vetur og hefur misst af 13 deildarleikjum hingað til.