Fyrirliði welska landsliðsins, Aaron Ramsey, er nú sterklega að íhuga það að leggla landsliðsskóna á hilluna.
Ramsey er 33 ára gamall í dag en hann var ónotaður varamaður í tapi gegn Póllandi í Cardiff á þriðjudag.
Wales tapaði 5-4 eftir vítaspyrnukeppni og er ljóst að liðið mun ekki spila á lokakeppni EM sem hefst í sumar.
Ramsey er fyrirliði liðsins og á að baki 84 landsleiki og er þá sjötti markahæsti í sögu þjóðarinnar með 21 mark.
Næsta stórmót er HM 2026 og er ansi ólíklegt að Ramsey muni gefa kost á sér í það verkefni.