Það var skotið föstum skotum á goðsögnina Roy Keane í sjónvarpssþættinum Stick to Football á Sky Sports í gær.
Keane er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með Manchester United.
Gary Neville, fyrrum samherji Keane og vinur hans, tók eftir iPhone síma stjörnunnar í útsendingunni sem er talinn vera frá árinu 2018.
Neville sparaði ekki stóru orðin í þættinum og kallaði Keane í raun nískan fyrir það eina að kaupa sér ekki almennilegan síma.
,,Eruði að sjá þetta, sjá þennan síma? Þetta er ríkasti maður heims, getum við byrjað á þessari umræðu?“ sagði Neville.
Keane var ekki lengi að svara fyrir sig og skildi ekkert í gagnrýni kollega sinna.
,,Þetta er síminn minn. Hvað er vandamálið? Hvað er eiginlega vandamálið?“