Jose Mourinho ætlar ekki að taka sér frí frá fótbolta eftir að hafa verið rekinn frá Roma í vetur.
Mourinho staðfestir þetta sjálfur en hann ætlar að snúa aftur í sumar og er að horfa í kringum sig.
Portúgalinn ræddi við Fabrizio Romano um framhaldið en hann er orðaður við bæði Newcastle og Chelsea.
Vanalega hefur Mourinho tekið sér smá pásu eftir brottrekstur en það verður ekki raunin að þessu sinni.
,,Ég tel mig vera kláran í slaginn. Ég þarf ekki á hvíld að halda eins og venjan hefur verið, ég er tilbúinn,“ sagði Mourinho.
,,Mér líður vel og er tilbúinn en ég vil ekki taka ranga ákvörðun. Ég þarf að vera þolinmóður og vil byrja aftur næsta sumar.“