Draumur Íslands um að fara á Evrópumótið er úr sögunni eftir sárgrætilegt 2-1 tap gegn Úkraínu í Póllandi í kvöld,
Íslenska liðið leiddi 1-0 í hálfleik eftir frábært mark frá Alberti Guðmundssyni, hann lék á varnarmenn Úkraínu og hamraði boltanum í netið.
Viktor Tsygankov jafnaði eftir vandræðagang í vörn Ísland þegar seinni hálfleikur var níu mínútna gamall.
Það var svo Mykhailo Mudryk sem skoraði sigurmark Úkraínu á 84 mínútu en hann fékk boltann fyrir utan teig og skaut að marki, pressa íslenska liðsins var slök og Hákon Rafn Valdimarsson sá boltann seint í markinu.
Íslenska liðið reyndi að jafna leikinn til að koma leiknum í framlengingu en það tókst ekki. Draumurinn um EM sæti varð ekki að veruleika.
Íslenska þjóðin var virk á X-inu yfir leiknum og er helsta umræða hér að neðan.
Gullkynslóðin þurfti að tapa fyrir Króatíu og missa af HM í Brasilíu. Þetta lið lærir vonandi jafn mikið af þessu tapi og gullkynslóðin af sínu. Þetta nýja lið er troðfullt af hæfileikum.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) March 26, 2024
Djöfulsins helvíti vorum við ekki að gefa þessu liði 300m til að kaupa vopn í stríð sem þeir töpuðu fyrir sex mánuðum síðan.
— Halldór Halldórsson (@doridna) March 26, 2024
Sterkur leikur að geyma lykilleikmann Ajax á bekknum þegar liðinu vantar mörk pic.twitter.com/sy1p7ZwShP
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) March 26, 2024
Þetta var króatíu-umspils leikur þessarrar kynslóðar. Þeir munu ekki gleyma þessu. Framtíðin björt.
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) March 26, 2024
Gríðarleg sárt að þetta endi svona. Mikið hrós hins vegar á liðið, allt annað að sjá til þess heldur en í síðustu verkefnum. Tek undir með Gumma, nú er það bara næsta stórmót.
— saevar petursson (@saevarp) March 26, 2024
Getum verið sjúklega stolt af strákunum okkar. Alvöru stríðsmenn sem spiluðu frábærlega. Smá heppni og við hefðum farið á EM
— Maggi Peran (@maggiperan) March 26, 2024
Ok, þeir voru samt hrikalega góðir.
⚽️❤️💔— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) March 26, 2024
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 26, 2024
Þetta er Jóa Má að kenna
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) March 26, 2024
Zinchenko er meira gimp en Bruno Fernandes.
— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) March 26, 2024
Á innan við ári hverju hefur Age Hareide tekist að endurheimta íslenska hugarfarið í íslenska landsliðið. Þvílík vinnusemi og gæði komin í liðið. Takk Vanda. https://t.co/y1B8Z6b4Av
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 26, 2024
Mér finnst alltaf eins og Ísland eigi séns þegar Gummi Ben er að lýsa!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) March 26, 2024
drengurinn er frændi minn!!! 🫶🏼 https://t.co/BxG4bwCnjd
— Eva Ben (@evaben91) March 26, 2024
Ef við förum á EM þá fálkaorðu á Albert👑
— Hermann Árnason (@HermannArnason) March 26, 2024
ALBERT HVER ERTU EIGINLEGA MARADONA!!!!
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) March 26, 2024
Hvar get ég keypt það sem Albert hefur verið að drekka síðustu mánuði? Er að spyrja fyrir vin. #fótbolti #ukrisl
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) March 26, 2024
Ég fagnaði og ég skammast mín ekkert fyrir það. #GoalBert
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 26, 2024
OMG!!!!!!
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) March 26, 2024
Albert er bara úti í frímínútum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) March 26, 2024
Vel gert hjá Kjartani að taka við. God damn it Albert!!!
— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) March 26, 2024
TÖFRAR, TÖÖÖÖÖÖFRAR
— Gunnar Ormslev (@GunnarOrmslev) March 26, 2024
Hvernig ætli stemningin sé á barnum hjá Vali Páli núna?
— Séffinn / Zcheffenn / Experten / The specialist (@arnardadi) March 26, 2024
Æi komonn
— Adam Palsson (@Adampalss) March 26, 2024
Heyrðu við erum bara drulluflottir!
— Björn Teitsson (@bjornteits) March 26, 2024
Hákon er alveg https://t.co/OPqq9zXi4Y
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) March 26, 2024
Ég er byrjuð að svitna í lófunum hér í Wroclaw. Þetta verður langur en vonandi frábær dagur ⚽️🇮🇸
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) March 26, 2024