Joan Laporta forseti Barcelona segir að félagið hafi fengið 200 milljóna evra tilboði í Lamine Yamal á dögunum.
Laporta vill ekki segja frá því um hvaða lið ræðir en Yamal er ein af vonarstjörnum félagsins.
Yamal er 16 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað stórt hlutverk hjá Barcelona og hefur leikið fimm landsleiki fyrir Spán.
„Við fengum tilboð í Yamal, 200 milljónir evra en við höfnuðum því,“ sagði Laporta.
„Við treystum honum en hann er framtíðin í okkar félagi.“
Margir velta því fyrir sér hvort tilboðið hafi komið frá Sádí Arabíu eða frá PSG sem vill fylla skarð Kylian Mbappe sem fer í sumar.