Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Ísland mætir Úkraínu á morgun í úrslitaleik um sæti á EM. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvernig byrjunarlið Íslands verður í leiknum.
Óvissa er með þátttöku fyrirliðans Jóhanns Berg Guðmundssonar. Hann missti af undanúrslitaleiknum gegn Ísrael vegna meiðsla. Í fyrstu útgáfu af mögulegu byrjunarliði Íslands er hann þó hafður með. Þar heldur varnarlínan sér frá síðasta leik. Þá kemur framherjinn Orri Steinn Óskarsson út, miðjan er þétt og Albert Guðmundsson fremsti maður.
Útgáfa 1
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Guðmundur Þórarinsson
Willum Þór Willumsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Í útgáfu 2 af mögulegu byrjunarliði Íslands er gert ráð fyrir að Jóhann Berg verði ekki með. Samkvæmt henni yrði byrjunarliðið það sama og gegn Ísrael nema að Jón Dagur Þorsteinsson kemur inn fyrir Arnór Sigurðsson, sem hefur yfirgefið hópinn vegna meiðsla.
Útgafa 2
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Guðmundur Þórarinsson
Willum Þór Willumsson
Hákon Arnar Haraldsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson
Í þriðju útgáfunni er sömuleiðis ekki gert ráð fyrir Jóhanni. Þar kemur einnig Hjörtur Hermannsson inn í miðvörðinn fyrir Daníel Leó Grétarsson. Stefán Teitur Þórðarson, sem var kallaður inn í hópinn eftir leikinn gegn Ísrael, er þá á miðjunni með Arnóri Ingva, Hákon Arnar þar fyrir framan og Albert fremstur.
Útgáfa 3
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hjörtur Hermannsson
Guðmundur Þórarinsson
Willum Þór Willumsson
Stefán Teitur Þórðarson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Hákon Arnar Haraldsson
Albert Guðmundsson
Útgáfa númer 4 er svo eins og sú sem er númer 2, nema Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn fyrir Orra Stein Óskarsson.
Útgáfa 4
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Guðmundur Þórarinsson
Willum Þór Willumsson
Hákon Arnar Haraldsson
Arnór Ingvi Traustason
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Andri Lucas Guðjohnsen