Það mun margt taka á sig mynd í komandi mánuði í ensku úrvalsdeildinni en baráttan um titilinn og Meistaradeildarsæti er að harðna.
Topplið Arsenal er í miklu álagi næstu vikurnar á meðan grannar þeirra í Tottenham eru með fá verkefni.
Þannig er leikur liðanna 28 apríl en fyrir þann leik verða leikmenn Tottenham búnir að vera í 15 daga fríi.
Tottenham á leik við Newcastle þann 13 apríl en spila svo ekkert í fimmtán daga fyrir stórleik liðanna.
Á sama tíma mun Arsenal spila fjóra leiki en liðið mætir Aston Villa þann 14 apríl, ásamt því að mæta Wolves þann 20 apríl og Chelsea þremur dögum síðar.
Þann 17 apríl er liðið svo á leið í leik gegn Bayern í Meistaradeildinni en það verður seinni leikur liðanna í átta liða úrslitum.