Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Síðustu æfingu íslenska karlalandsliðsins í Búdapest er lokið en nú eftir skamma stund flýgur liðið yfir til Wroclaw, þar sem liðið mætir Úkraínu á þriðjudag.
Ísland vann Ísrael 4-1 hér í Búdapest á fimmtudag og tryggði sér úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar.
Liðið æfði í Búdapest í dag áður en það flýgur yfir. Æfingin var ekki aðgengileg fjölmiðlum en KSÍ birti myndir frá æfingunni á samfélagsmiðla.
Leikurinn gegn Úkraínu fer fram klukkan 19:45 á þriðjudag að íslenskum tíma.
📸 Síðustu æfingu lokið í Búdapest, en liðið ferðast til Póllands síðar í dag.
✅ Last training in Budapest.#afturáem #pumafootball pic.twitter.com/FqTLurnfE3
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2024