Það eru einhverjir sem muna eftir miðjumanninum Geremi sem spilaði um tíma á Englandi.
Geremi var öflugur leikmaður á sínum tíma en hann á að baki leiki fyrir bæði Real Madrid og Chelsea.
Geremi er 45 ára gamall í dag en hann hefur nú sótt um skilnað við eiginkonu sína Laure.
Saman eignuðust þau tvö börn en Geremi komst að því á dögunum að Laure hefði haldið framhjá sér með fyrrum maka sínum.
Geremi ákvað að fara í faðernispróf þar sem kom í ljós að bæði börnin væru ekki blóðskyld honum heldur fyrrverandi manni Laure.
Kamerúninn var skiljanlega ekki lengi að sækja um skilnað eftir þessar fréttir og er að sjálfsögðu miður sín eftir að hafa heyrt niðurstöður prófsins.