Framtíð miðjumannsins Leander Dendoncker er í óvissu en hann virðist ekki ætla að finna sér ákjósanlegt heimili.
Dendoncker skrifaði undir hjá Napoli í janúar en hann gerði lánssamning sem gildir út tímabilið.
Hingað til hefur Dendoncker aðeins spilað 21 mínútur í Serie A fyrir Napoli og hefur alls ekki þótt standast væntingar á æfingasvæðinu.
Um er að ræða 28 ára gamlan Belga sem samdi við Aston Villa 2022 en heillaði fáa með frammistöðu sinni í Birmingham.
Napoli neitar að borga níu milljónir evra fyrir leikmanninn í sumar og verður hann sendur aftur til Villa í kjölfarið.
Dendoncker var frábær fyrir Wolves í um þrjú tímabil áður en Villa keypti hann fyrir 13 milljónir punda.