Chelsea var lengi í bílstjórasætinu þegar kom að undrabarninu Endrick sem hefur gert samning við Real Madrid.
Real borgar 60 milljónir evra fyrir Endrick en sú upphæð gæti endað í 85 milljónum að lokum.
Um er að ræða 17 ára gamlan leikmann sem er einn sá efnilegasti í heimi og vakti athygli með Palmeiras í heimalandinu Brasilíu.
Chelsea vildi einfaldlega ekki borga 60 milljónir evra fyrir strákinn unga að sögn umboðsmanns hans, Federico Pena.
,,Ég held að Real hafi verið staðráðið í því að missa ekki af öðrum hæfileikaríkum leikmanni eins og Vinicius Junior og Endrick eftir að Neymar endaði hjá Barcelona,“ sagði Pena.
,,Kannski er þetta eitthvað sem Chelsea lærir af því þeir voru í bílstjórasætinu til að byrja með. Foreldrar leikmannsins heimsóttu æfingasvæðið og voru hrifin.“
,,Chelsea hafði áhyggjur af verðmiðanum en Real var tilbúið að borga upphæðina um leið.“