Liverpool hefur beðið landsliðsþjálfara Kólumbíu um að fara mjög vel með framherjann Luis Diaz sem er í landsliðsverkefni þessa stundina.
Diaz meiddist nýlega er Liverpool tapaði 4-3 gegn Manchester United í enska bikarnum.
Liverpool hafði samband við Nestor Lorenzo, landsliðsþjálfara Kólumbíu, og vilja ekki sjá sinn mann lenda í frekari vandamálum.
Diaz er mikilvægur hlekkur í liði Liverpool sem er að berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni.
,,Það er í lagi með Luis. Við höfum fylgst með gangi mála eftir að hann þurfti að spila framlengingu,“ sagði Lorenzo.
,,Hann er einn af þeim leikmönnum sem spilar mest. Þeir hafa beðið mig um að sjá vel um hann, það er það sem við ætlum að gera.“