Emmanuel Petit var vinsæll hjá liði Arsenal frá 1997 til 2000 áður en hann skrifaði undir hjá Barcelona á Spáni.
Þar gengu hlutirnir ekki upp en Petit spilað 23 deildarleiki og var fljótt farinn til Chelsea þar sem hann lauk ferlinum.
Það var fyrrum eiginkona Petit, Agathe de la Fontaine, sem sannfærði miðjumanninn um að fara til Spánar en hann sér verulega eftir þeirri ákvörðun.
Petit myndi ekki gera það sama ef hann fengi að ráða í dag og hefði sjálfur viljað spila mun lengur fyrir Arsenal frekar en að halda til Spánar.
,,Ég yfirgaf Arsenal vegna konu. Ég var alltaf hrifinn af Barcelona og Real Madrid sem eru tvö stærstu félög heims en ég hefði átt að halda mig hjá Arsenal,“ sagði Petit.
,,Stundum er grasið ekki grænna hinum megin, það er betra að halda sig þar sem þú ert elskaður og ert ánægður.“
,,Ef ég gæti snúið til baka og tekið ákvörðunina aftur þá væri hún ekki sú sama.“