Kári Árnason fyrrum varnarmaður íslenska landsliðsins vill sjá Age Hareide setja Orra Stein Óskarsson á bekkinn í leiknum gegn Úkraínu á þriðjudag.
Úkraína og Ísland mætast í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótið á þriðjudag, íslenska liðið vann öflugan sigur á Ísrael í gær til að komast í úrslitaleikinn.
Orii Steinn byrjaði gegn Ísrael í gær en Andri Lucas Guðjohnsen kom inn í hans stað og Kári Árnason vill sjá hann byrja.
„Ég vil sjá Andra byrja fyrir Orra,“ sagði Kári á Stöð2 Sport í kvöld.
„Orri er linur í návígjum, hann rúllar of út úr skallaeinvígum. Það er meiri fight í Andra.“
Orri og Andri spilað báðir í dönsku úrvalsdeildinni en Orri er hjá FCK en Andri Lucas hjá Lyngby.