Enska úrvalsdeildin hefur ákært Leicester City fyrir brot á reglum um fjármál félaganna.
Leicester er þar með komið í hóp fleiri liða en Nottingham Forest og Everton hafa verið dæmd fyrir brot á reglum.
Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra en allt stefnir í að liðið sé að koma upp.
Félagið er ákært fyrir brot á reglum um fjármál á síðustu leiktíð, eitthvað sem búið er að tala um undanfarnar vikur.
Enska úrvalsdeildin er að því er virðist í átaki en möguleiki er á því að Chelsea verði næst í röðinni.