fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ræddu Albert og ákvörðun KSÍ – „Væri bara skrýtið“

433
Fimmtudaginn 21. mars 2024 07:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan, sem kemur að venju út alla föstudaga, var með breyttu sniði þessa vikuna sökum landsleiks Íslands gegn Ísrael. Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson er staddur í Búdapest, þar sem leikurinn fer fram og því var þátturinn tekinn upp með fjarfundarbúnaði þetta skiptið. Hrafnkell Freyr Ágústsson var á sínum stað í settinu og með þeim félögum var Hörður Snævar Jónsson.

Albert Gumundsson er í landsliðshópi Íslands sem mætir Ísrael í kvöld. Mál gegn honum var látið niður falla í vetur en á dögunum áfrýjaði kona sem kærði hann um kynferðisbrot niðurstöðunni.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki mátt velja Albert í undanförnum landsliðsgluggum þar sem málið stóð yfir en það var ákveðið að taka Albert ekki úr hópnum þó málið væri komið upp á ný.

„KSÍ tók þá ákvörðun að ef niðurfellingu yrði áfrýjað áður en hópurinn var kynntur yrði hann ekki með. En af því það var búið að kynna hóp og reglurnar ná ekki yfir þetta var ákveðið að hann yrði áfram út verkefnið og að KSÍ myndi svo skoða þetta,“ sagði Hörður í þættinum.

„Mér finnst þetta allavega sanngjarnast gagnvart þjálfaranum þó það megi setja spurningamerki við allt hitt.“

Hrafnkell tók til máls.

„Af því hann er kominn út og búið að velja hann væri bara skrýtið að henda honum heim eða leyfa honum ekki að spila.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
Hide picture