Í ársbyrjun 2015 urðu þau tímamót að nafni Gróttuvallarins við Suðurströnd var breytt í Vivaldivöllinn eftir að Vivaldi gerðist helsti bakhjarl knattspyrnudeildar Gróttu. Í dag, rúmum níu árum síðar, var samstarfssamningurinn framlengdur í þriðja sinn. Völlurinn mun bera nafn Vivaldi út árið 2026 í það minnsta og merki Vivaldi vera framan á keppnisbúningnum Gróttu.
Seltirningurinn Jón von Tetzchner er stofnandi Vivaldi en hefur veg og að vanda að kaffihúsinu Örnu og Innovation House á Eiðistorgi.
„Sem stoltur Seltirningur er frábært að geta verið með og stutt það frábæra starf sem Grótta gerir fyrir bæinn. Grótta er á margan hátt kjarninn af Seltjarnarnesi og það að styðja Gróttu er fyrir mig að styðja Seltjarnarnes. Svo er auðvitað frábært líka að sjá liðið gera betur og betur! Áfram Grótta!” sagði Jón.