„Ég fór að hlæja,“ segir Christian Eriksen miðjumaður Manchester United um þá staðreynd að Rasmus Höjlund hafi setið við hlið Niels Christian Frederiksen í flugi frá Manchester til Kaupmannahafnar á mánudag.
Niels Christian Frederiksen er frægur fyrir það að hafa gert Jurgen Klopp alveg brjálaðan eftir 4-3 sigur Manchester Untied á Liverpool.
Í fluginu á leið heim til Köben sat hann svo með framherja Manchester United og segir Eriksen frá þessu.
„Ég hitti félaga hans fyrir flugið, ég veit að Rasmus sat við hlið Niels Christian Frederiksen í flginu. Ég held að þeir hafi átt gott samtal.“
„Klopp var að sjálfsögðu þreyttur og pirraður eftir tapið.“
Frederiksen er frá Danmörku og starfar þar fyrir Viaplay.
klopp just walked out of his interview with scandinavian tv in a huff pic.twitter.com/4ZwmBfDQPb
— Richard Williams (@RichALWilliams) March 17, 2024