Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður, horfir brattur á komandi leik gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Hann telur íslenska liðið eiga góðan möguleika.
„Stemningin er mjög góð. Menn eru mjög fókuseraðir á þetta verkefni,“ segir Hákon við 433.is.
Ísland mætti Ísrael tvisvar í Þjóðadeildinni 2022. Báðum lauk með jafntefli.
„Það er hægt að horfa aðeins í það en við þurfum bara að spila okkar leik og halda áfram á okkar braut,“ segir Hákon.
Hann segir Ísland eiga að vinna Ísrael á sínum degi.
„Ég met möguleika okkar mjög góða. Mér finnst við vera með flott lið og ef við spilum góðan leik eigum við bara að vinna.“
Leikurinn hefst 19:45 á fimmtudag að íslenskum tíma. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.
Ítarlegra viðtal við Hákon er í spilaranum.