Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonar innilega að Bernardo Silva verði áfram hjá félaginu næsta vetur.
Silva hefur margoft verið orðaður við brottför frá City og þá sérstaklega til spænska stórliðsins Barcelona.
Silva spilar mjög stórt hlutverk í Manchester og skoraði tvö mörk í gær er City vann Newcastle 2-0 í enska bikarnum.
,,Allir elska þennan strák og við viljum halda honum. Það verður mjög mikilvægt fyir okkur að halda í hann,“ sagði Guardiola.
Silva er 29 ára gamall miðjumaður en samningur hans við City rennur út árið 2026.